Indus ehf.

 

 

INDUS EHF er einkarekið fyrirtæki sem stofnað var af Magnúsi Dalberg viðskiptafræðingi  í maí árið 2006 og hefur vaxið jafnt og þétt síðustu árin.

Hugsjón Magnúsar frá upphafi var að bjóða fólki á Íslandi upp á hágæða harðvið sem endist vel  á góðu verði og veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu.

INDUS EHF flytur inn og selur hágæða harðvið sem kemur úr skógum Brasilíu og Indonesiu og ræktaður er til skógarhöggs. Vöruúrval fyrirtækisins hefur aukist frá stofnun þess og nú er einnig hægt að kaupa hágæðaskrúfur og harðviðarolíu.

KOSTIR HARÐVIÐS

 • Harðviðurinn er endingargóður. Endist í áratugi án viðhalds
 • Hrindir frá sér vatni
 • Þarfnast ekki fúavarnar
 • Harðviðurinn frá Indus ehf er vaxborinn á endum með Parafíni sem lokar endum hans og tryggir að endarnir séu alltaf hreinir

KOSTIR GÓÐS VIÐHALDS

 • Harðviðurinn helst fallegri með því að bera olíu á hann
 • Best er að bera hágæða harðviðarolíu með sólarvörn á harðviðinn. Indus ehf selur hágæðaolíur með 99 % sólarvörn sem gerðar eru fyrir þéttan Brasilíuharðvið frá PENOFIN og ARMSTRONG CLARK 
 • Gott er að miða við að bera olíu á harðviðinn 1-2 sinnum á ári tvær umferðir.
 • Harðviður sem er sunnanmegin er oft undir meira álagi en viður norðanmegin Olían getur þornað meira sunnanmegin og þarf því að bera hana á viðinn eftir þörfum
 • Gott er að fylgjast með hvort litabreytingar verða á harðviðnum eftir vætutíð Ef viðurinn breytir um lit er tímabært að bera olíu á hann.

HARÐVIÐUR FÆST Í:

 • Panil 10x90mm
 • Nótuð vatnsklæðning 21x140mm.
 • Pallaparket 21x90mm og 21x140mm
 • Pallaefni heflað og fasað 21x100mm og 21x140mm.

Pöntunarfrestur á uppseldum harðvið og sérpöntunum fyrir stærri kaupendur eru áætlaðar sex til átta vikur.

Nánari fyrirspurnum er svarað í gegnum tölvupóst á netfangið magnus@vidur.is

Lokað vegna sumarleyfa frá 17. ágúst  til 30. ágúst 2023

 Opnunartími sumarið 2022 er frá kl. 10-14 alla virka daga.

 Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði.   Sími:  660 0230  Magnús