Helstu Harðviðartegundir okkar eru:
Jatoba er rauðbrúnn harðviður með meiri sjáanlegar viðaræðar en Massaranduba sem er af Jatobastofni. Jatoba er sérstaklega harður harðviður (harka 1.253 kgf / Þéttleiki 955 kg/m3). Jatoba er notuð í ýmsan byggingariðnað, gólfefni, hurðir, gluggakarma og loft- og veggklæðningar. Í Jatoba bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, þakkantsefni, gluggaefni, vegg og loftklæðningu.
Massaranduba er rauðbrúnn harðviður af Jatobastofni með ljósan tón í bland, sérstaklega harður (harka 1.192kgf / Þéttleiki 1.100 kg/m2) og dugandi í vatni. Hefur verið notaður undir járnbrautateina um alla Brasilíu, til skipasmíða, húsgagna- og stigasmíða ofl. Frábær harðviður úti sem pallaefni, vatnsklæðning ofl., einnig inni t.d. sem parket, vegg- og loftklæðning. Massaranduba hefur sérstaklega langa endingu.
Í Massaranduba bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, nótað þakkantsefni, gluggaefni, vegg- og loftklæðningu.
Cumaru tekk (Brasilíu tekk) er gulbrúnn harðviður með ljósan tón í bland (harka 1.339 kgf / þéttleiki 1.070 kg/m3) oft notaður í gólfefni (parket), til skipa- og bátasmíði og efni í brýr sem útivið. Frábær viður utanhúss sem innan.
Í Cumaru eða Brasilíu tekki bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, þakkantsefni, gluggaefni, vegg- og loftklæningu.
Ipe (Brazilian Walnut, eða Brasilíu Hnota) er dökkbrúnn harðviður (harka 1.665 kgf / þéttleiki 1.050 kg/m3). Mikið notaður í parket, almennan byggingariðnað, til skipasmíða, útipalla og garðhúsgagna. Harðasti harðviðurinn.
Tatajuba er ljósbrúnn harðviður (harka 1.007 kgf / þéttleiki 795 kg/m3) sem dökknar á nokkrum vikum í dagsbirtu í dökkbrúnan lit nálægt mahoný. Tatajuba er almennt notaður í byggingariðnaði, í gólfefni vegg- og loftklæðningar ofl. Harðviðarhúsið á forsíðu vidur.is er með Tatajuba vatnsklæðningu.
Í Tatajuba seljum við nótaða- og kúpta vatnsklæðningu.
Allur okkar harðviður kemur úr ræktuðum skóg í Brasilíu sem ætlaður er til skógarhöggs.