Harðviðartegundir

Helstu Harðviðartegundir okkar eru:

 

Bangkirai eða Yellow Balau er með þéttleika 950 kg/m3. Ofnþurrkaður viður ca 14%, ljós á litinn og til að gera einsleitur, stabíll og klofnar ekki. Endingagóður frá skóræktarsvæðum og þarf lítið viðhald.

Merbau er með þéttleika 870 kg/m3. Ofnþurrkaður viður ca 14% létt rauðleitur á litinn og til að gera einsleitur, mjög stabíll og klofnar ekki.

Jatoba er rauðbrúnn harðviður með meiri sjáanlegar viðaræðar en Massaranduba sem er af Jatobastofni. Jatoba er sérstaklega harður harðviður (harka 1.253 kgf / Þéttleiki 955 kg/m3). Jatoba er notuð í ýmsan byggingariðnað, gólfefni, hurðir, gluggakarma og loft- og veggklæðningar. Í Jatoba bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, þakkantsefni, gluggaefni, vegg og loftklæðningu.

 massaranduba

  Massaranduba er rauðbrúnn harðviður af Jatobastofni með ljósan tón í bland,  sérstaklega harður (harka 1.192kgf / Þéttleiki 1.100 kg/m2) og dugandi í vatni. Hefur verið notaður undir járnbrautateina um alla  Brasilíu, til skipasmíða, húsgagna- og stigasmíða ofl.  Frábær harðviður úti sem pallaefni, vatnsklæðning ofl., einnig inni t.d. sem parket, vegg- og loftklæðning. Massaranduba hefur sérstaklega langa endingu.

Í Massaranduba bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, nótað þakkantsefni, gluggaefni, vegg- og loftklæðningu.

cumaru tekk

Cumaru tekk (Brasilíu tekk) er gulbrúnn harðviður með ljósan tón í bland (harka 1.339 kgf / þéttleiki 1.070 kg/m3) oft notaður í gólfefni (parket),  til skipa- og bátasmíði og efni í brýr sem útivið. Frábær viður utanhúss sem innan.

Í Cumaru eða Brasilíu tekki bjóðum við nótaða vatnsklæðningu, pallaefni, þakkantsefni, gluggaefni, vegg- og loftklæningu.

 OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

Ipe (Brazilian Walnut, eða Brasilíu Hnota) er dökkbrúnn harðviður (harka 1.665 kgf / þéttleiki 1.050 kg/m3). Mikið notaður í parket, almennan byggingariðnað, til skipasmíða, útipalla og garðhúsgagna. Harðasti harðviðurinn.

 

Tatajuba er ljósbrúnn harðviður (harka 1.007 kgf / þéttleiki 795 kg/m3) sem dökknar á nokkrum vikum í dagsbirtu í dökkbrúnan lit nálægt mahoný. Tatajuba er almennt notaður í byggingariðnaði, í gólfefni vegg- og loftklæðningar ofl. Harðviðarhúsið á forsíðu vidur.is er með Tatajuba vatnsklæðningu.

Í Tatajuba seljum við nótaða- og kúpta vatnsklæðningu.

 

Allur okkar harðviður kemur úr ræktuðum skóg í Brasilíu sem ætlaður er til skógarhöggs.